Um Ambrosia Arts
Ambrosia Arts er íslenskt fyrirtæki sem hannar íslensk veggspjöld prentuð á hágæða pappír á Íslandi. (Hversu mörg íslensk eru í því)?
Fyrstu spjöldin sem við hönnuðum voru kokteilar en í vinnslu eru spjöld af grískum styttum (áhugasviðið liggur semsagt í áfengi og grískri goðafræði). Grísku spjöldin eru enn í vinnslu og munu vonandi líta dagsins ljós áður en fyrr um varir. Nafnið Ambrosia var ákveðið með einskærri hjálp gervigreindarinnar ChatGPT. Við spurðum spjallmennið um að sameina þessa tvo hluti í eitt orð, en Ambrosia er grískt orð yfir drykki guðanna og því fannst okkur það passa einstaklega vel við útfrá fyrstu hönnunum.
Ambrosia Arts var stofnað árið 2023 eftir langvarandi draum um að hanna eitthvað sem við gætum verið stolt af. Jólin 2023 var fyrsta upplag sett í prentun og gefið sem jólagjafir til fjölskyldumeðlima, spjöldin komu að okkar mati einstaklega vel út og lífga upp á veggi fjölskyldumeðlima (hlutlaust mat). Út frá þessu var tekin sú ákvörðun að stofna vefverslun þar sem hægt væri að leggja inn pantanir og senda inn séróskir.
Í sterkri samvinnu við prentsmiðjuna Samskipti eru bæði spjöldin og rammarnir sem þau koma í græjuð eftir pöntunum og er því afhendingartíma alla jafna í kringum 3-4 virkir dagar.
Þó að kokteilar séu vissulega algengasta og augljósasta formið af spjöldum þá einskorðumst við ekki bara við það, það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum síðuna hérna, eða samfélagsmiðla og sérpanta hvers kyns hannanir sem ykkur langar í. Á Instagram er t.d hægt að sjá þær sérpantanir sem hafa verið gerðar.
Lögaðili
Kristján Leifur Sverrisson
200996-2329
Glitvangur 23
kristjan.leifur@gmail.com
s. 691-0496